Það er alveg ótrúlega auðvelt að búa til marengs, þótt margir séu frekar hræddir við það.

Uppskriftirnar eru aðeins mismunandi, yfirleitt eru ca. 50-80 grömm af sykri á móti hverri eggjahvítu. Svo þarf að þeyta það alveg endalaust lengi.


Það er baksturstíminn og hitinn sem vefst frekar fyrir fólki.
Hér eru leiðbeiningar sem ég fann í Kökubók Hagkaups.
Þetta er semsagt ekki mitt verk, heldur Jóa Fel :P


Ristaður marengs: Þeir eru næstum hráir í miðjunni og vel mjúkir. Bakaðir við 180-200° hita í ca. hálftíma.

Sumir eru bakaðir við 140-160 í ca. 40 mín (ég persónluega myndi baka þá aðeins lengur en það). Þeir eru þurrkaðir en samt mjúkir.

Sumir eru þurrkaðir alveg í gegn, bakaðir á 90-100° frá 1 upp í 3 klukkutíma.


Allskonar um marengs:
- Best er að baka marengsbotnana 1-2 dögum áður en kakan er sett saman og rjómi settur á milli.
- Það þarf ekki að setja marengsinn í plast á meðan hann bíður.
- Gott er að setja á tertuna nokkrum tímum áður en kakan er borin fram, svo marengsinn nái að blotna og mýkjast.
- Ef tertan á að vera flott, er ekki ráðlagt að setja á hana daginn áður því þá klessust hún og verður ekki jafn falleg.
- Það má frysta marengstertu, best er að gera það áður en hún byrjar að blotna og taka hana svo út ca 3 klst áður en á að bera hana fram.
Hello, is there anybody in there?