Halló!

Ég lendi oft í því að skoða uppskriftir sem eru með fáránlegum mælieiningum.
Hvað er einn bolli af hveiti mörg grömm?
Hvað eru mörg grömm í bréfi af þurrgeri?
O.s.frv.

Ég tók saman smá upplýsingar varðandi þetta. Endilega komið svo með hugmyndir ef það er eitthvað ákveðið sem þið mynduð vilja hafa í þessum dálk! :)

Í einni únsu (oz) eru um 30 ml. (29,57).
Í einum bolla eru tæplega 2 ½ dl. (2,37).
1 bréf af þurrgeri er yfirleitt 12 gr.

Þessa fínu töflu fann ég hér:
http://malla.is/index.php?option=com_content&view=article&id=387:desilitrum-breytt-i-groemm&catid=948:mal-og-vog&Itemid=261

Svona mikið vigtar einn dl. af eftirfarandi efnum:
1 dl. Matarolía, fljótandi smjör og smjörlíki 90 gr.
1 dl. Smjör, smjörlíki óbrætt 100 gr.
1 dl. Hveiti, heilhveiti 55- 60 gr.
1 dl. Hveitiklíð 25 gr.
1 dl. Kartöflumjöl 70 gr.
1 dl. Maizenamjöl 50-55 gr.
1 dl. Kókosmjöl 35 gr.
1 dl. Haframjöl 30-35 gr.
1 dl. Kakóduft 40 gr.
1 dl. Hrísgrjón ósoðin 80-90 gr.
1 dl. Strásykur 85-90 gr.
1 dl. Flórsykur 50-60 gr.
1 dl. Púðursykur 60-80 gr.
1 dl. Síróp 150 gr.
1 dl. Hunang 120 gr.
1 dl. Salt fínt 120 gr.
1 dl. Salt gróft 80 gr.
1 dl. Ostur rifinn 35-40 gr.
1 dl. Möndlur 50 gr.
1 dl. Hnetur 50 gr.
1 dl. Rúsínur 60 gr.
1 dl. Hrísgrjón 80-90 gr.
1 dl. Strásykur 85-90 gr.
1 dl. Flórsykur 50-60 gr.
1 dl. Púðursykur 60-80 gr.



Svo er hér http://www.exploratorium.edu/cooking/convert/measurements.html flott síða með allskonar upplýsingum!

En annars er google yfirleitt vinur manns þegar kemur að því að breyta mælieiningum :)
Hello, is there anybody in there?