Fagorð; C - D C:

Canapes:
Smásnittur eða smábotnar úr t.d. smjördeigi, sem á er sett ýmiss konar álegg.

Canard:
Önd.

Cannelloni:
Ferhyrningar úr pasta sem eru fylltir með kjöti, fiski, osti eða grænmeti og rúllaðir upp, bakaðir í sósu og oftast er osti stráð yfir.

Capon:
Geldhani.

Caramel:
Sykur sem er soðinn upp í 176°C til 178°C.

Carré:
Lambahryggur.

Caviar:
Styrjuhrogn.

Celestine:
Garnituraheiti sem samanstendur af fylltum pönnukökum, aðallega ætlað sem kjötseyði.

Cépes:
Kóngasveppir.

Cervelles:
Heili.

Champignon:
Kjörsveppir.

Chanterelle:
Kantarellur.

Chanttilly crem:
Þeyttur rjómi með vanillusykri, réttir sem ganga undir þessu nafni eru alltaf framreiddir með þeyttum rjóma.

Chataubriand:
Þykk nautasteik úr miðri nautalund, alltaf fyrir tvo.

Chaud:
Heitur.

Chaud froid:
Hlaupsósa.

Chef de cuisine:
Yfirmatreiðslumatur.

Ched de partie:
Matreiðslumaður sem er yfir deild t.d. steikingarstöð.

Chemiser:
Að hlaupbera.

Chevreuil:
Dádýr.

Chicory:
Kaffifífill.

Chiffonade:
Mjög fínn skurður á grænmeti.

Chiles:
Mjög “heitur” pipar, notaður nýr, þurrkaður og mulinn. Sum afbrigði eru notuð í cayenne pipar og Tabasco.

Chinois:
Kínahattur, spísslaga sigti.

Chautney:
Indverkst kryddmauk gert úr mangó, aðallega notað með karrýréttum.

Civet:
Ragú úr villibráð, jafnað með blóði úr viðkomandi bráð.

Clarifier:
Hreinsað smjör eða að grugghreinsa seyði.

Cocotte:
Djúpur, kringlóttur eða sporöskjulaga pottur með tveimur handföngum, réttir sem eru matreiddir í þessum pottum eru oftast bornir fram í þeim.

Cognac:
Brandý frá Charente héraðinu í Frakklandi, nafnið má aðeins nota fyrir brandý sem er framleitt þar.

Cointreau:
Appelsínulíkjör sem er mikið notaður í eftirrétti og aðra matargerð, einnig vinsæll drykkur eftir mat.

Concasser:
Að saxa með hníf eða merja í mortéli.

Consommé:
Tært seyði gert úr niðursoðnu soði sem er grugghreinsað með eggjahvítum. Framreitt heitt, kalt eða hleypt.

Coç au vin:
Kjúklingur marineraður í rauðvíni og soðinn í rauðvíninu með perlulauk og sveppum. Upprunarlega var rétturinn þykktur með blóði.

Coral:
Hrogn úr mismunandi skelfiski eins og humar, hörpuskel og ígulkeri.

Coulis:
Fljótandi en þykkt mauk sem er gert úr kjöti, fiski, grænmeti eða ávöxtum.

Coupe:
Grunnt glas á fæti, einnig ís með ávöxtum og Chantilly rjóma sem er framreitt í þannig glasi.

Court Boullion:
Kryddlögur (ekki soð) til að sjóða ýmiss konar hráefni, sérstaklega fisk, heila og bris.

Crepinette:
Netjar úr grís, einnig notað yfir pylsu gerða úr krydduðu, hökkuðu kjöti sem er vafið inn í netju og penslað með smjöri og velt upp úr brauðmilsnu.

Croissant:
Smjördeigshorn.

Croutons:
Steiktir brauðteningar, steiktir í olíu eða smjöri, notaðir á salöt, súpur eða notaðir sem garnish.

Cuisine:
Eldhús í merkingunni ítalskt, franskt eða kínverskt eldhús.

Curacao:
Appelsínulíkjör.

D:

Darne:
Þverskorið miðstykki úr stórum fiski eins og laxi eða styrju.

Dauphine-Masse:
Mauk úr pom, dushusse og vatnsdeigi.

Decanter:
Að umhella vökva til þess að skilja gruggið frá, oftast er átt við vín.

Decorer:
Að skreyta rétti eins og kökur, hlaup eða chaud froid rétti.

Deglacer:
Að leysa upp eða þynna með soði, víni, rjóma, grænmetis eða ávaxtasafa niðursoðinn steikarsafi í ofnskúffu.

Dejeuner:
Hádegisverður.

Demi-Glace:
Niðursoðin undirstöðusósa.

Dice:
Að skera kjöt í litla teninga.

Dine:
Kalkún, hæna.

Dindon:
Kalkún, hani.

Dindonneau:
Ungkalkún.

Duchesse:
Kartöflumauk er í er blandað eggjarauðum, maukið er oft mótað, einnig er því sprautað á föt og diska.

Duxelles:
Saxaðir sveppir og skalottulaukur sem er kraumaður, notað í fyllingar og í ýmsar sósur.

Heimildir: Ég sjálfur, og ýmis verkefnablöð og bækur sem ég hef safnað.
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25