Eplabaka
Einfalt er að búa til eplaböku: Hveiti, smjör, sykur og epli. Hveitinu er blandað saman við smjörið og lagt flatt í form. Síðan eru eplin skorin og sett ofan í formið og sykrinum stráð yfir.