Þú nærð í skál og setur í skálina ískalt vatn og setur matarlímsblöð ofaní skálina í sirka 5 mín.
Þú setur svo ávaxtasafa(hvernig sem þú vilt) í aðra skál sem þú ætlar að láta jellyið vera í eða formið eða í hvað sem þú ætlar að setja það í. Byrjaðu svo að hreinsa og skera ávextina sem þú ætlar að nota.
Helltu öllu vatninu af matarlíminu sem var í vaskinn og náðu svo í pott og fylltu hann af heitu vatni. Svo setur þú matarlímin í klessu þar og þau bráðna. Hrærðu í matarlíminu með teskeið og þynntu það með 1-2 msk af safanum sem þú notar. Helltu heitu og bráðnu matarlíminu út í safann í forminu eða skálinni og hrærðu því vel saman!
Þegar safinn byrjar að þykkna blandaru áxötunum varlega út í hann og svo formið/skálina á kaldan stað þangað til hlaupið er stíft. Ef þú þarft að hvolfa hlaupinu er gott að útbúa það daginn áður en á að bera það fram.
Hlaupið má vera skreytt alveg eins og þú vilt, kannski rjóma, kirsuber, jarðaber ofl. Það tekur yfirleitt 2-3 tíma að láta það stífna.
Uppskriftin:(þessi uppskrift er bara fyrir 2 svo þú þarft að stækka hana til að fá jafn stórt jelly eins og er á myndinni, ég stækkaði hana 2 sinnum!)
2 og hálfur dl hreinn ávaxtasafi.
4 blöð matarlím.
2-3 dl nýjir ávextir t.d. appelsínur, bananar, jarðaber, vínber, epli, perur eða hvað þú vilt.
Í staðinn fyrir safa og matarlím má nota pakkahlaup…