Ég vinn í matvörubúð, og við pöntum inn eina og eina saltaða tungu, sem stundum seljast og stundum ekki, en þær reyktu koma ekkert inn í vörulistann nema fyrir áramótin því þær seljast ekkert annars..
Kannski selst þetta í búðum úti á landi, eða þá að þær eru frystar til að nóg sé til fyrir áramótin.. eða þá að þetta er flutt út.. Eitthvað hlýtur það að vera, annars væri ekkert verið að hafa fyrir því eyða mannafli í að verka þetta og pakka því, frekar en að fleygja því bara strax..