Þetta er sko LANG BESTA kaka í heimi og ekkert kakó hér…
Þessi er í miklu uppáhaldi á mínu heimili.
200 gr. suðusúkkulaði
200 gr. smjör
4 egg
3 dl. sykur
1 dl. hveiti
100 gr. heslihnetuflögur
Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita og kælið. Þeytið vel egg og sykur, þar til blandan verður létt og ljós. Saxið heslihnetuflögurnar mjög smátt. Blandið súkkulaði blöndunni verlega saman við eggin með sleikju. Svo hveitinu og hnetunum. Blandið öllu varlega saman. Sett í tvö smurð hringform og bakið við 180°C í um 25 mín. Sigtið flórsykur yfir kökurnar.
Athugið að kakan á að vera blaut og svolítið klesst. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. Svo er rosa gott að hafa berjasósu með. T.d. er hægt að kaupa kirsuberjasósu í fernu í Hagkaup og hita hana aðeins, eða búa alveg til sjálfur t.d. hindber/rifsber og flórsykur hitað saman í potti og hrært þar til berin maukast alveg. nammi nammi namm…
kv. forynja
Verði þér að góðu.
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”