800 gr kjúklingavængir
1 msk sojasósa
1/2 - 1 tsk rifin engiferrót
1-2 hvítlauksrif
1/2 - 1 bolli appelsínusafi (pressað úr ferskri appelsínu)
sítrónupipar

Kjúklingavængir eru þvegnir, þerraðir vel og klipptir í þrennt. Fremsta hlutanum er hent.
Hinir hlutarnir eru kryddaðir vel með sítrónupipar og raðað í eldfast mót. Bakað í 200° heitum ofni í 25 mín. Þá er sósan búin til.
Engiferrót er rifin , appelsína kreist og hvítlaukurinn pressaður. Öllu er blandað vel saman ásamt sojasósu.
Kjúklingurinn er tekinn úr ofninum, sósunni er hellt yfir og bakað áfram í 10-15 mín. Ef sósan er of þunn má setja hana í pott og þykkja með sósujafnara eða maísenamjöli.

Borið fram með soðunum hrísgrjónum, maískornum og (heimabökuðu) brauði.