Snilldar eftiréttur sem á eftir að bragðast vel. Stuttur en rosalega góður
Fyrir 5
5 dl klaki
2½ dl rjómi
2 msk hnetusmjör (svolítið kúfaðar)
2 msk hunang
2 stk bananar
—————————————————– ——–
Maukið saman banana, hnetusmjör og hunang í matvinnsluvél. Bætið rjómanum út í og blandið þar til slétt og mjúkt. Bætið að lokum klakanum saman við og vinnið. Berið fram í háu glasi með röri.
Þeytingana er hægt að geyma í hitabrúsa eigi ekki að njóta þeirra strax