Bökuð súkkulaðiostakaka
1 pakki Homeblest súkkulaðikex
100g. smjör, lint
150g. suðusúkkulaði
400g. rjómaostur, mjúkur
100g. sykur, eða eftir smekk
3 egg
200 ml. sýrður rjómi (18%)
2 tsk. vanilluessens
Ofninn hitaður í 165°c. Kexið mulið smátt, helmingnum af smjörinu hrært saman við, og blöndunni jafnað á botninn á meðalstóru springformi. Afgangurinn af smjörinu settur í pott ásamt 125g. af súkkulaði og brætt við vægan hita. Rjómaostur og sykur hrært saman og þegar blandan er slétt er súkkulaðinu hrært saman við og síðan eggjunum, einu í senn, sýrða rjómanum og vanilluessensinum. Hellt yfir kexbotninn, sett í ofninn og bakað í um 1 klst, eða þar til kakan er stíf út við barmana en dúar enn í miðjunni. Þá er slökkt á ofninum, dálítil rifa opnuð á hann og kakan látin standa í a.m.k. hálftíma. Tekin út og látin kólna á grind og síðan sett í ísskáp yfir nótt. Afgangurinn af súkkulaðinu (25g.) bræddur í vatnsbaði og dreypt yfir kökuna úr teskeið. Látið storkna og síðan er kakan borin fram, e.t.v. með þeyttum rjóma.
Verði þér að góðu!
Sá sem margt veit talar fátt