225g. hveiti
125g. sykur
125g. smjörlíki, lint
1 egg
1 tsk. kakó
2 tsk. romm
Hitið ofninn á 190°c. Þeytið saman smjörlíki og sykur þar til það verður létt og ljóst. Takið 1 msk. af eggjahvítu frá en setjið afganginn af egginu í smjörlíkisblönduna. Bætið hveiti út í og hnoðið. Skiptið deiginu í tvennt og setjið kakó í annan hlutann en romm í hinn. Hnoðið hvorn hluta í sitthvoru lagi þar til kakóið og rommið hafa blandast deiginu. Stráið smá hveiti á borðið og mótið ferhyrning úr deiginu sem er 30x20cm. Notaðu það sem eftir er af egginu til að pensla súkkulaðideigið og leggið rommdeigið ofan á og rúllið upp. Setjið plastfilmu utan um rúlluna og kælið í ísskáp í 30 mín. Skerið deigið í 5 mm. þykkar kökur. Raðið þeim á smurða bökunarplötu og bakið í u.þ.b. 10 mín. eða þar til þær eru aðeins farnar að taka lit.
Sá sem margt veit talar fátt