5 1/2 - 6 dl hveiti
50 gr smjörlíki
1 tsk salt
1 tsk sykur
1 bréf ger
2 dl vatn (ylvolgt)


Fylling


150 gr skinka
100 gr rjómasmurostur
2 msk graslaukur (klipptur)

Til að pensla með
egg og sesamfræ.

1. Blandið gerinu saman við hveitið ásamt sykri og salti. Myljið smjörlíkið saman við. Bleytið í með vatni.
2. Hnoðið deigið jafnt og gljáandi á borði. Skiptið í tvo hluta og hnoðið í kúlur.
3. Fletjið kúlurnar út í hringlótta köku, nálega 25 cm í þvermál, og skerið í 8 þríhyrninga.
4 Saxið skinkuna og hrærið saman við ostinn og graslaukinn.
5 Dreifið fyllingunni jafnt á þríhyrningana.
6 vefjið þá síðan upp í horn og leggið á plötu. Látið hefast í nálega 30 mín (viskustykki yfir).
7. Penslið með eggi og stráið sesamfræum yfir.

miður ofn 225° 8 - 10 mínútur.

Prófið þetta. Vekur alltaf lukku þegar ég baka þetta.
Kv. Morgunfúl