1 pakki smjördeig
1 egg
50g. sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt
10-15 pepperonísneiðar, skornar í mjóar ræmur
10-20 svartar ólífur, steinhreinsaðar og saxaðar
100g. ostur, rifinn
1 tsk. þurrkuð basilíka
Smjördeigið látið þiðna og síðan eru plöturnar lagðar hlið við hlið á borð og látnar skarast örlítið. Flattar þunnt út í rétthyrning, um 20 cm breiðan. Önnur lengri brúnin pensluð vel með slegnu eggi. Tómötum, pepperoníræmum, ólífum og osti dreift jafnt yfir (ekki út á pensluðu brúnina) og basilíku stráð yfir. Rúllað upp, ekki of fast, og endað á pensluðu brúninni. Vafið í smjörpappír (samskeytin látin snúa niður) og kælt í 2-3 klst. Þá er ofninn hitaður í 200°c, rúllan skorin í 1 cm þykkar sneiðar með beittum hníf og sneiðunum raðað á pappírsklædda bökunarplötu. Penslað með eggi og bakað í 12-15 mínútur, eða þar til snúðarnir eru gullinbrúnir. Bornir fram volgir eða kaldir.
Sá sem margt veit talar fátt