Hef einstaka sinnum bakað jólaköku líflands en hef í raun aldrei gert hana nákvæmlega eins og uppskriftin segir. Get því ekki sagt að ég hafi smakkað frummyndina af líflands kökunni.
Hins vegar hef ég bakað hana með nokkrum viðbótum sem að mér finnst gera hana að algjöri snilld yfir hátíðirnar.
Sjálf upprskriftin lítur svona út:
Það sem ég geri í raun öðru vísi er að ég set ekki rúsínur í hana heldur kanil, pecanhnetur og karamellukurl. Og allt eftir smekk þannig séð. Blanda kanil fyrst út í og smakka degið til og set svo hálfasn poka af pecan hnetum sem ég saxa niður og svo fer einn poki af karamellukurli frá nóa siríus úti.
Einnig er gaman að strá síðan yfir kökuna flórsykri til að gefa jólalegt yfirbragð.
Hins vegar hef ég bakað hana með nokkrum viðbótum sem að mér finnst gera hana að algjöri snilld yfir hátíðirnar.
Sjálf upprskriftin lítur svona út:
JÓLAKAKA
125 gr smjörlíki
125 gr sykur
1 egg
sítrónudropar
250 gr Kornax hveiti
2 tsk lyftiduft
1,5 dl mjólk
rúsínur
Hræra saman smjörlíki og sykri þar til áferð verður kremuð. Næst bætt út í egginu. Skafa vel upp úr botninum og bæta að lokum rest út í og vinna vel saman.
Einnig er gaman að strá síðan yfir kökuna flórsykri til að gefa jólalegt yfirbragð.