Fann þessa uppskrift á netinu fyrr í vetur og breytti henni pínulítið. Þetta er algjör snilld! Mér finnst best að bera kökuna fram í litlum bitum og setja hálft jarðarber á hvern bita :)

Botn:
1/2 bolli smjör
100 gr. súkkulaði
2 egg
1 bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
2/3 bolli hveiti
1/4 tsk. lyftiduft

Bræðið smjör og súkkulaðið í örbylgjuofni eða potti á vægum hita. Þeytið egg, sykur og vanilludropa og blandið við súkkulaðið. Bætið hveiti og lyftidufti saman við blönduna. Hellið deiginu í 20 cm form. Bakið í 25-30 mínútur við 180°C.

Krem:
1 msk. rjómi
2 tsk. instant kaffi 
2 msk. mjúkt smjör
1 bolli flórsykur

Setjið rjóma og kaffi í skál og hrærið varlega saman. Hrærið smjöri og flórsykri saman þar til það er létt og ljóst. Bætið kaffiblöndunni rólega saman við og smyrjið yfir kökuna.

Glassúr:
170 gr. suðusúkkulaði
1/3 bolli rjómi

Setjið súkkulaðið og rjómann í pott og hitið á lágum hita þar til súkkulaðið er bráðið. Látið kólna. Smyrjið/hellið yfir kremið á kökunni og látið kökuna kólna í a.m.k. 30 mínútur áður en hún er skorin.


Mæli með þessu, fáránlega gott! :)
 
Hello, is there anybody in there?