ég er soddan nartari. uppúr 9 á kvöldin fæ ég alltaf löngun til að borða eitthvað, oftast síður hollt.  Mér áskotnaðist flott kvörn (þið sem eruð í sambúð mæli með að hafa samband við Saladmaster söluráðgjafa og halda matarboð, snilldar kvörn í gjöf fyrir vikið) og ríf niður rófur og nota svo sýrðan rjóma með laukdufti (fæst í betri matvöruverslunum, oft hjá sýrða rjómanum) sem ídýfu, drepur alla nammiþörf og ekkert óhollt Sýrði rjóminn er töluvert hollari en feitur snakkpoki. Það kemur á óvart hvað þetta er gott, kallinn minn gerir þetta reglulega (hann er reyndar töluvert hollari en ég almennt!) 

Flestir kannast við heita salsa rjómaostadýfu. En það er aldeilis hægt að útfæra hana á marga vegu mín uppáhalds er að hræra saman salsa og rjómaost og smyrja í form og setja púrrulauk, papríku, kál og ost yfir og borða kalda! best að gera hana daginn áður eða um morguninn ef borða á hana um kvöld :) verður betri við að standa i kæli í svolítinn tíma. 

Fersk salsa, það er lygilega auðvelt að búa til góða salsa. hálfur rauðlaukur, 1 papríka og 1 1/2 tómatur. ég hendi þessu handknúnu matvinnsluvélina mína og sker þetta niður allt, ekki í mauk en ekki of gróft heldur. Nota þetta svo fyrir snakk 

Þetta er eflaust ekkert það hollasta en það er alltaf betra að gera hlutina sjálfur en að kaupa útí búð (og ódýrara!) ein dolla af salsa sósu kostar alveg 350-400 kall. 

Rauðlaukur = 30kall
papríka = 100kall
2 tómatar = 50kall 

og færð meira magn en úr krukkunni ;) 


enjoy
Ofurhugi og ofurmamma