* Slatti af pastaslaufum soðnar í potti
* Síðan er lítil orange og lítil rauð paprika skornar í bita og steikt á pönnu ásamt slatta af sveppum, rauðlauk og 1/4 kaffirjóma
* Síðan skal skera heilan piparost í bita og setja samanvið og þegar það er farið að malla þá skal setja slaufurnar útí.
Ég skora á ykkur að græja svona rétt því hann er alveg geggjað góður, mmmm ég fæ vatn í munninn við tilhugsuninna. Flótlegt og gott:) p.s ef þú fílar kjúkling er alveg magnað að taka 2 kjúklingabringur, skera þær í bita og steikja á pönnu ásam kryddi, t.d. kjúklingakryddi og setja síðan samanvið:) Gangi þér vel og verði þér að góðu:) :)