2 kartöflur
500 g saltfiskur afvatnaður
2 msk ólífuolía
1 laukur saxaður smátt
2/3 msk steinselja
1 egg
1/4 tsk ný málaður pipar
chilipipar á hnífsoddi
olía til steikingar

(1)
Kartöflurnar afhíddar skornar í bita, settar í pott ásamt svo miklu vatni að rétt fljóti yfir og soðnar uns þær eru meyrar en síðan hellt í sikti og látið renna vel af þeim.

(2)
Á meðan er saltfiskurinn soðin í öðrum potti við mjög vægan hita í 15-20 mínotur eftir þykkt, eða þar til unnt er að losa hann sundur í flögur.

(3)
Olín hituð á lítilli pönnu og hvítlaukurinn látinn krauma í henni við meðal hita í nokkrar mínotur án þess að brúnast. Steinseljunni hrært saman við og tekið af hitanum.

(4)
Kartöflurnar stappaðar og laukblöndu og saltfiski hrært saman við.
Helmingnum af egginu bætt út í ásamt kryddinu og hrært.
Meira eggi bætt við efþarf; farsið á að vera fremur þétt í sér svo auðvelt sé að móta úr því bollur.
Olía hituð á pönnu og bollurnar steiktar á öllum hliðum þar til þær eru gullinbrúnar.