Einn, Tveir og Elda uppskrif ú 1. þætti græna liðið
fengið á:
__________________________________________________________ _________
http://www2.mbl.is/mm/serefni/elda/index.htm l?act=recipes_game&id=7
______________________________ _____________________________________
Ýsuflök úr Hólminum,volgt kartöflusalat, vinagretta.
Ýsuflök
700 g ýsa (hreinsuð og skorin í bita)
1 dl möndlur, soðnar (1-2 mín.) og saxaðar
150-200 g spergill, skrældur og soðinn í salti í um 4-6 mín.
Marinering um 10 mín.:
2 msk. grófkorna sinnep
1 sítróna (eða safi)
1 msk. söxuð sítrónumelissa
1 msk. söxuð steinselja
½ dl Virgin-ólífuolía
Makið marineringunni vel á fiskinn og látið vera í 10 mín. Veltið svo fiskinum upp úr möndlum og setjið í eldfast mót. Bakið í 4-6 mín. við 190-200 gráður.
Volgt kartöflusalat:
1 paprika (skorin í strimla, restin söxuð í vinagrettu)
2-3 kartöflur (skrældar, skornar í teninga og soðnar)
100 g beikon (skorið í strimla og steikt stökkt, helm. í dressingu og helm. í salat)
½ tsk. rósmarín (frá Pottagöldrum) fyrir kartöflusalatið
½ laukur skorinn í tvennt og síðan í sneiðar
1 msk. fersk salvía
skvetta af ediki
Steikið papriku og lauk saman og blandið restinni út í og kryddið.
Ath. Hér er gott að bæta um 1 msk. af sinnepi út í og um hnefafylli af fersku spínati. Sólþurrkaðir tómatar gætu einnig gert salatið enn betra.
Vinagretta:
1 dl ólífuolía
¼ dl balsamic-edik (fer eftir styrkleika, smakka til eftir á)
¼ dl hlynsíróp
paprika, rest af marineringu og möndlum, og beikon
1 msk. grófkorna sinnep
Salt og pipar eftir smekk
Ath. Sleppa má beikoninu í dressingunni fyrir þá sem það vilja. Dressingin er dálítið sæt. Hún er mjög góð í öll fersk salöt, t.d. með gröfnu lambi eða nauti og þá er gott að bæta ferskum jarðarberjum saman við salatið og ristuðum sesamfræjum.
Kokkur græna liðsins:
Örn Garðarsson
Gestakokkur græna liðsins:
Ásthildur Sturludóttir
Bleikjutartar,Smálúða með gorgonzola-sósu
___________________________________________________________________
Rauða liðið:
_______________________________________________ ____________________
Bleikjutartar
210 g bleikja, söxuð
40 g kapers
40 g rauðlaukur, saxaður
salt og pipar
smá ólífuolía
4 eggjarauður
safi úr einni sítrónu
Blandið öllu saman nema eggjarauðunum. Setjið tartar í hringmót og eggjarauður ofan á. Með þessu er borið fram skarfakál en einnig má nota annars konar kál.
Smálúða með gorgonzola-sósu:
450 g smálúða
200 g risotto
1 lítri af kjúklingasoði
100 g gorgonzola
200 ml rjómi
2 perur, skrældar og skornar í teninga
1 kúrbítur, skorinn í sneiðar
1 skarlotlaukur, skorinn í sneiðar
4 plómutómatar, skornir í tvennt og kjarninn hreinsaður úr
100 g rucola (klettasalat)
Setjið risotto yfir ásamt kjúklingasoði. Hellið soðinu öðru hverju yfir þar til grjónin eru soðin.
Kryddið tómata með salti og pipar og ólífuolíu og setjið í ofninn við um 200 gráður í 15 mín.
Steikið smálúðuna á pönnu í um hálfa mínútu á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar.
Sósan:
Setjið rjóma í pott ásamt osti og perum. Sjóðið í 8 mín. við vægan hita og kryddið með svörtum pipar.
Kokkur rauða liðsins:Sturla Birgisson
Gestakokkur:Jón Rúnar Arason