Hérfann ég uppskrift sem er ótrúlega einföld og ekkert smá góð. Mæli hiklaust með að prófa þetta. Það getur verið gott að gera meira krem en uppskriftin gerir ráð fyrir, í gær gerði ég kökuna í stóru formi svo hún varð mjög þunn, en þá þurfti ég t.d. að tvöfalda kremið. En vá hvað hún varð góð :)
Sjónvarpskaka
Botninn:
300 gr. sykur
250 gr. hveiti
50 gr. smjörlíki
2 dl. mjólk
4 egg
2 tsk. lyftiduft
Vanilludropar
Kremið:
125 gr. smjörlíki
100 gr. kókosmjöl
125 gr. púðursykur
4 msk. mjólk
Botninn:
Egg og sykur þeytt saman, þurrefnum blandað við eggjafroðuna. Smjörlíki og mjólk brætt saman og blandað við, sett í vel smurða skúffu og bakað við 175°C í ca. 20 mín.
Kremið:
Allt brætt saman í potti og hellt strax yfir kökuna, sett aftur í ofninn nú á 200°C í ca. 10 mín.
Hello, is there anybody in there?