Fyrir svolitlu síðan langaði mig að baka sjónvarpsköku, enda er ég voðalega hrifin af bæði bakstri og kókos. Ég átti enga almennilega upskrift svo Google aðstoðaði mig.

Hérfann ég uppskrift sem er ótrúlega einföld og ekkert smá góð. Mæli hiklaust með að prófa þetta. Það getur verið gott að gera meira krem en uppskriftin gerir ráð fyrir, í gær gerði ég kökuna í stóru formi svo hún varð mjög þunn, en þá þurfti ég t.d. að tvöfalda kremið. En vá hvað hún varð góð :)

Sjónvarpskaka

Botninn:
300 gr. sykur
250 gr. hveiti
50 gr. smjörlíki
2 dl. mjólk
4 egg
2 tsk. lyftiduft
Vanilludropar

Kremið:
125 gr. smjörlíki
100 gr. kókosmjöl
125 gr. púðursykur
4 msk. mjólk
Botninn:
Egg og sykur þeytt saman, þurrefnum blandað við eggjafroðuna. Smjörlíki og mjólk brætt saman og blandað við, sett í vel smurða skúffu og bakað við 175°C í ca. 20 mín.

Kremið:
Allt brætt saman í potti og hellt strax yfir kökuna, sett aftur í ofninn nú á 200°C í ca. 10 mín.
Hello, is there anybody in there?