Grænmeti er hægt að nota á allan hátt og gera allskonar salöt með sínu uppáhaldsgrænmeti. En ef þú ert að tala um að gera grænmetisrétt sem aðalrétt þá er það allt annað mál. Það eru til allskonar bækur með grænmetisréttum og ég á eina hérna sem er æðislega góð hún er reyndar á Dönsku og heitir Den store vegetariske kogebog, Hérna er ein uppskrift úr henni sem ég held uppá
Ungverskur pottréttur.
4 stórar kartöflur
1 matskeið ólifuolia
30 gr smjör
1 hakkaður laukur
1 rauð og
1 græn paprika grófhakkað
440 gr tómatar úr dós eða 1 dós niðursoðnir tómatar
2,5 dl grænmetiskraftur
2 tsk paprikukrydd
salt og svartur pipar
Skrælið kartöflurnar og steikið þær á pönnu uppúr oliunni og smjörinu þangað til að þær byrja að brúnast laukur og paprika sett samanvið og steikt við vægan hita í ca 5 min, restin sett samanvið og hrært í, smakkist til með salt og pipar, látið malla í potti í ca 10 min í viðbót eða þangað til kartöflurnar eru meirar og soðnar. Berist fram með ristuðu brauði og jafnvel hrísgrjónum.
Verði ykkur að góðu :)