Ég læt bróðir minn sjá um að gera pizzur hérna heima, sem er nokkuð sem ég ætti að vera löngu hættur að gera, hvers vegna, jú, ég geri bara betri pizzur en hann. Á flestum föstudögum bökum við okkur pizzu, en í kvöld ákvað ég að gera mitt fyrsta pizzadeig á ævi minni, og sjá bara um þetta fyrir okkur.
Jæja, þannig ég tók fram frú Kitchen-Aid, hveiti, ger, olíu, salt, sykur, pítsasósu, skinku, pepperóní, tómata, papriku (rauða), brie-ost og pizzaost.
Byrja á því að hita ofninn í 190°C.
[i][b]Uppskriftin - gerir eina þykka, eða tvær aðeins þynnri[/b][/i] 1/2 bolli volgt vatn(~43°C) 2 msk ger 4 msk olía ~1 1/2 tsk salt 1/2 [b]tsk[/b] sykur 2 1/2 bolli hveiti
Þá er það bara vatn, ger, olía, salt og sykur saman fyrst í skálina, hræra því svona létt saman, leyfa gerinu og sykrinum að leysast upp í vatninu, bæta síðan hveitinu ofaní og hnoða með frú Kitchen-Aid. Passa sig að hnoða ekki of lengi til þess að deigið verði ekki seigt.
Svo er að leyfa þessu að hefast á bekknum í 40 mínútur með köldu, röku viskastykki ofaná. Ég er persónulega ekki hrifinn af því þegar fólk notar hita til þess að hefa deig, mér finnst betra að láta deig vera frammi á bekk í 20°C og með köldu viskastykki ofaná.
Þegar deigið hefur fengið sínar 40 mínútur, þá er komið að því að fletja það út. Ég tók sirka einn fjórðung úr deiginu og bjó til hvítlauksbrauð og notaði hinn hlutann, ca. 3/4 sem ég flatti út á eina plötu, skellti svo pizzasósu, skinku pepperóní, papriku, tómötum, brie og osti á og inn í ofn.
Þegar ég tók hana út komu niðursöðurnar mér á óvart, hún var alveg einstaklega mjúk og létt í sér, miklu betri en pizzurnar frá brósa.
Fyrst ég var byrjaður að tala um hvítlauksbrauð, þá verð ég eiginlega að deila minni uppskrift af því með ykkur, ég hef gert það nokkrumsinnum áður, og þróað þessa uppskrift.
Hvítlauksbrauð! 1/4 af deiginu hér að ofan Ólívuolía Hvítlaukssalt (EKKI hvítlauksduft!) Ostur
Aðferðin er voða einföld: Blanda saman olíu, ég veit ekki hversu mikið nákvæmlega (sirka 4 msk?) og hvítlaukssalti (sirka 2 tsk?). Taka deigið, fletja það út á plötu og byrja síðan að smyrja deigið allt með olíunni með teskeið, passa að dreifa saltinu vel. Skella inn í ofn og bíða. Rétt áður en deigið fer að verða brúnt að ofan, það þarf að vera pínu hrátt ennþá, þá er það tekið út, skorið í sæmilega stórar sneiðar og vel af osti stráð yfir. Síðan fer þetta aftur inn í ofninn og er látið klárast að bakast :)
Takk fyrir mig!