Allar bókmenntir sem Nanna Rögnvalds hefur haft puttana í er afar gagnlegur hugmyndabanki og lærdómur þegar kemur að eldamennsku.
“Matur og drykkur” eftir Helgu Sig (stóri appelsínuguli doðranturinn sem var endurútgefinn fyrir síðustu jól) er góð bók, en frekar úrelt..
Hagkaupsbækurnar er líka ágætis “bang for the buck” ef þig vantar hugmyndir, fínar bækur með ég-man-ekki-hvað mörgum uppskriftum fyrir svipaðan pening og eintak af Gestgjafnanum, þó mæli ég ekki með “Landsliðsréttum” ef þú ert algjörlega glórulaus í eldhúsinu, heldur flóknar uppskriftirnar í henni með furðulegum gourmet innihaldsefnum, enda gefin út á hátindi góðærisins.
Svo getur gagnast ágætlega að fletta bara hér í gegnum greinasafnið, þær uppskriftir sem hingað koma inn eru yfirleitt í ódýrari og einfaldari kantinum (eða annað hvort í það minnsta), enda oftar en ekki skrifaðar af unglingum sem eru rétt að byrja að fikta sig áfram í eldhúsinu.