Hálfmánar (hnoðað)
•500 gr hveiti
•300 gr smjörlíki
•200 gr sykur
•2 stk egg
•2 tsk lyftiduft
•2 tsk hjartasalt
•vanilludropar
•rabbarbarasulta
Aðferð: Smjörlíki mulið saman við þurrefnin. Eggi og vanilludropum bætt út í. Allt hnoðað saman þar til deigið er slétt og sprungulaust. Gott að geyma deigið yfir nótt í kæli. Deigið er síðan flatt út og mótað með hringmóti. Sulta sett í miðjuna á kökunni og síðan brotið til helminga og brúnunum þrýst saman með gafli. Bakað við 175°C í 8 – 10 mín.
C.a. 2 plötur.