Hæ!
Þessi er voða góð.
Súkkulaðimuffins m/ myntubragði
225g. hveiti
1 tsk. matarsódi
1/4 tsk. salt
50g. kakó
150g. smjör/-líki
275g. sykur
3 egg
2 tsk. piparmyntudropar
1 bolli mjólk
Krem:
75g. suðusúkkulaði, brætt
50g. smjör, brætt
1 tsk. piparm.dr.
Hitið ofninn á 175°C. Sigtið saman hveiti, matarsóda, salt og kakó. Hrærið saman smjör og sykur uns það er létt og ljóst. Bætið eggjunum í, einu og einu, og hrærið vel á milli. Bætið dropunum í. Blandið þurrefnunum í, til skiptis við mjólkina, ekki hræra of mikið. Setjið í pappírsmót og bakið í 12-15 mín. Kælið.
Blandið saman súkkulaði og smjöri, bætið dropunum í. Smyrjið yfir kaldar kökurnar.
Sá sem margt veit talar fátt