Það er nú svo misjafnt .. pepperoni+ananas, kjúklingur+beikon (notaði m.a.s. hráskinku með kjúllanum einhvern tímann þegar ég rakst á næstum-útrunna skinku á brunaútsölu í Bónus, það var goodshit), glettilega lítið verið að fikta mig áfram, m.v. hvað pizzan er tilvalin leið til að losna við afganga úr ísskápnum. Með réttu áleggi á ég það til að skipta út pizzasósunni fyrir BBQ sósu.. og ef ég er með nautahakk, þá brúna ég það á pönnu og set sósuna samanvið, og er þá með n.k. kjötsósu sem næsta lag ofaná deiginu. Svo er alltaf góður slurkur af heimatilbúinni hvítlauksolíu yfir =)