Ég fór í dominos í stjörnutorgi (kringlunni) um daginn og ákvað að panta mér BBQ rif.. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hafði panta mér rif frá dominos. Ég beið í lengri, lengri tíma. Ég var með nokkrum vinum mínum og þau voru öll búin að borða matinn sinn þegar að loksins voru rifin mín tilbúin. En ekki nóg með það að þetta tók helvíti langann tíma heldur var þetta ekkert nema bein og sósa! Ég bjóst nú við því að fá aðeins meira kjöt heldur en þetta.. Það leit út eins og einhver væri þegar búin að borða af rifjunum. Þetta var mjög ólystugt svona og bað ég vin minn um að fara og kvarta (þar sem að ég er nú ekkert góð í svoleiðis hlutum). Starfsmaður dominos sagði þá ekkert geta gert fyrir hann. Ég vil nú bara vara ykkur við því að panta ykkur þessi “rif”. Ég hef ekkert á móti Dominos, panta mér reyndar alltaf kanilgott þegar ég er í bænum. Ég vildi bara vekja smá athygli á þessu.
Hér er mynd af rifjunum eins og ég fékk þau:
ef þetta virkar ekki er hér linkurinn:
http://tinypic.com/r/551r3a/3