Ég var að bjóða fólki í mat í gær og ákvað að baka lyftiduftsbrauð. Það er þéttara í sér en venjulegt brauð og fljótseðjandi.

Það er ekkert mál að búa til brauð þegar maður notar ekki ger. Maður hendir í skál hveiti, salti, lyftidufti, smjöri, vatni og svo einhverjum kryddum til að fá bragð af brauðinu… td. bræddi ég kjúklingakjötkraft með smjörinu og blandaði út í og thara! komin með kjúklingabrauð! Sem var mjöög gott.