Ég elska núðlurnar niðri á asíska staðnum á Grensás sem heitir Tían nema hvað mig langar að geta gert þetta sjálf þar sem það er margfalt ódýrara nema ég veit ekki alveg hvernig ég næ þessu svakalega góoða bragði sem þau eru með.
Lumar einhver á leyndarmálinu við að gera yndislegar asískar núðlur með kjúkling eins og maður fær á stöðunum?
ER viss um að þetta sé einhver olía eða eitthvað trick við matargerðina…..bara…er ekki viss! :S
ég vann einu sinni á austurlenskum stað og það er ekkert spes leyndarmál, bara æfing.. mæli með að steikja núðlur með eggjum, grænmeti að eigin vali, mjög gott að nota blaðlauk og hvítlauk, nota góða soya sósu og chili olíu og að eiga góð krydd er aldrei verra :) svo má alltaf skipta núðlunum út fyrir hrísgrjón :) mér finnst betra að nota hrísgrjónanúðlur frekar en eggjanúðlur en það er bara persónulegur smekkur :) ef þig vantar hugmyndir þá er fínt að kíkja á bbc.co.uk/food :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..