Ég er alltaf eitthvað að fikta við pasta :P

Um daginn sauð ég fullann meðalstórann pott af pasta skrúfum, var með fullann bakka af kalkúna strimlum, 2 bréf af beikon, og 1 bréf af léttreyktri skinku.

Á meðan pastað var að sjóða steikti ég beikonið, skinkuna og kalkúnastrimlana á pönnu og bætti því svo öllu saman við soðna pastað og hrærði því vel saman við.

Eldaði svo róspiparsósu(í bréfi) 2 bréf, bætti reyndar kjúklinga tening útí sósuna og síjaði kornin frá þar sem ég fíla ekki kornin.

Svo blandaði ég sósunni við þannig allt var rétt svo með smá sósu keim, steikti svo franskar með og var þetta bara nokkuð góð blanda :)

—————————————
Sígillda pastað sem vinur minn dýrkar ;)

Pasta í pott, venjulegt, skrúfur/skeljar/slaufur what ever.

og vel af Bernerssósu yfir það, má bæta skinkubitum eða hakki eftir vilja út í og smakkast alveg “dilisjus”.

Berist annað hvort fram með, soðnum kartöflum, frönskum eða hvítlauksbrauði :)