Fyrir 2
2 bringur (eða nokkrir leggir sem er búið að skera kjötið af)
1 dós kókosmjólk (stærri gerðin)
1 lítil dós af thai karrí sem ég man því miður ekki hvað heitir! (það fæst í hagkaup og er með gulum miða, set það inn þegar ég man hvað það heitir)
1 dós baby maís
1 gul paprika
1 appelsínugul paprika (eða bara það grænmeti sem þið viljið)
hálft búnt ferskt kóríander
smá hvítlaukur
Ég byrjaði á því að steikja kjúklinginn uppúr smá ólífuolíu, salt og pipar og hvítlauk. Skar síðan paprikurnar og baby maísinn og setti lok á pönnuna og leyfði að svitna smá. Síðan setti ég alla dósina af kókosmjólk og karrídósina (held samt að þetta sé ekki karrí, einhverskonar thai sósa) og síðan skar ég stilkana af kókíanderinu, blandaði við og hrærði og setti lokið aftur á pönnuna og leyfði þessu að malla í svona 10 mín. Hrísgrjón með og naan brauð :)
“Þetta er nú meira bullið..”