reyndar passar svona ostasósa mjög vel með steik.
eeen ef þú vilt gera svona venjulega brúna sósu.
Þú eldar kjötið í ofni væntanlega. Það er gott að krydda kjötið með pipar, fyrst þú vilt hafa piparsósu með. Þegar kjötið er tilbúið þá tekuru soðið af því og setur í pott. Síðan fleytiru fitunni af soðinu, þetta er mjög mikilvægt!
Síðan seturu vatn og smá hveiti í skál, þú hrærir þetta saman með písk, passaðu að það koma ekki kekkir, þú vilt ekki hafa þetta of þykkt, með þessu þykkiru sósu.
Þú hellir þessu í sósuna eftir smekk.
Síðan smakkaru sósuna, ef hún er ekki nógu pipruð þá seturu meiri pipar út í eða annað krydd. Ef þú vilt hafa haðna meira djúsí þá seturu rjóma eða jafnvel rauðvín út í hana.
og þá er komin alvögu piparsósa, elduð undan piparsteik. vonandi hjálpaði þetta eitthvað…