Ertu semsagt grænmetis æta? Hvað er fleira haft sem hátíðar aðalréttur en hnetusteik? (afsakaðu forvitnina ég hef bara aldrei heyrt talað um neitt nema hnetusteik í þessu sambandi)
ég reyndar borða alveg kjöt þegar það er í matinn, en ég veit ekki sko, hnetusteikin passar einmitt svo vel með sósunni og kartöflunum og öllu meðlætinu sem við höfum með hamborgarhryggnum.
Allavega er hefð hjá mér að borða bara hnetusteik (eða síðustu 3 árin höfum við haft það) á aðfangadag.
gleymdi gamlárs, verðum fjölskyldan hennar mömmu saman og það verður bara hlaðborð, allar fjölskyldur koma með mat og eitthvað með því sem allir mega fá. Sennilega verða það nautalundir á mínu heimili
Heima hjá mér borðum við alltaf innbakaðar rjúpur:) Ótrúlega gott. Veit um marga sem borða rjúpur en enginn sem ég veit um utan ættarinnar borðar þær innbakaðar. Í eftirrétt er venjulega einhverskonar frómas, stundum ís með einhverri súper sósu.. :)
Það var planið að hafa kalkún með einhverskonar beikonfyllingu, en það klikkaði eitthvað..sem er ágætt því kalkúnar eru ekki alveg my thing. En í staðinn var appelsínuönd, alveg ótrúlega góð:)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..