hvað ertu að fara að búa til? hvernig kjöt t.d.? en quesadillas er alveg einstaklega einfalt að búa til, tekur bara stóra tortillu, setur ostasósu á helminginn, laukur og paprika er vinsælast en þú gætir náttlega bætt við sveppum, feta osti, jalapeno, baunum eða whatever, síðan seturu kjúklingabita sem er búið að elda (mæli ekki með þessum tilbúnu strimlum, ef þú ert að flýta þér geturu keypt heilan eldaðan kjúkling og rifið niður bringu eða svo) og þetta seturu allt BARA á helminginn, setur rifinn ost ofan á og meiri ostasósu til að festa hlutann sem er með engu á, semsagt brýtur þetta saman og steikir á báðum hliðum á pönnu upp úr smá olíu, berð fram með guacamole, salsa eða sýrðum, smá nachos :) fajitas er voða svipað, tortillan er semsagt hveitikakan,fajitas er kjötið, meðlætið og sósur áður en því er rúllað saman þá er það burrito en brotið saman er quesadillas, enchelada er fyllt maískaka, síðan er til chimichangas og chili con carne, prófaðu að googla eitthvað af þessu
Bætt við 15. desember 2008 - 00:32
og auðvitað drekkuru Lime Margaritu með þessu ;) ég kann bara að búa til frosna margaritu
3cl tequila
3cl triple sec eða contreu (kann ekki að skrifa)
slatti af lime safa (best að nota þennan í flöskunni sem fæst í asísku búðinni á suðurlandsbraut, ég veit ekki alveg hvað ég set mikið af honum)
fullt af klökum (verður miklu betri með muldum klökum, þó að þeir myljist í blandaranum myndi ég samt nota mulda)
þessu blandað í blandaranum í smá stund, margaritu glasi hvolfað í skál botnfulla af lime safa og börmum glassins dýft í gróft salt) drykknum hellt í glasið og rör klippt í tvennt og látið ofan í :)
“Þetta er nú meira bullið..”