2 bollar hveiti
1 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. matarsódi
3/4 bolli sykur
1 tsk. salt
1 egg, léttþeytt
1 1/2 bolli bananamauk (3 litlir bananar)
1/2 bolli mjólk
1 tsk. vanilluduft
1/2 bolli rúsínur, má sleppa
Hitið ofninn á 200°c. Smyrjið brauðform að innan. Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, sykri og salti í skál. Blandið eggi, bananamauki, mjólk, vanilludufti og rúsínum í aðra skál. Hrærið hveitiblöndunni út í mjólkurblönduna. Setjið í formið. Bakið í 45 mín. Kælið í 15 mín. í forminu, takið svo úr og kælið alveg.
Sá sem margt veit talar fátt