250g smjördeig
220g rjómaostur
3 msk. flórsykur
2 msk. súkkulaðibitar
mjólk

Fletjið smjördeigið vel út. Hrærið rjómaostinn út með smá skvettu af mjólk og hrærið flórsykrinum saman við. Smyrjið blöndunni jafnt yfir smjördeigið, en skiljið eftir 1 cm kant frá brúnunum, svo fyllingin leki ekki út. Dreifið söxuðu súkkulaði yfir rjómaostablönduna og rúllið deiginu upp í pylsu. Skerið lengjuna í rúmlega 1 cm þykkar sneiðar og leggið þær á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Bakið í 15-20 mín. við 180°c eða þar til snúðarnir eru orðnir ljósbrúnir á litinn.
Sá sem margt veit talar fátt