20 g þurrkaðir kóngssveppir
250 g ferskir sveppir skornir í sneiðar
1 meðalstór smátt skorinn laukur
1 msk ólífuolía
250 g hýðishrísgrjón
1/2 dl hvítvín eða mysa
1 tsk jurtakraftur t.d. Plantaforce
3 msk rjómi
1/2 tsk Herbamare kryddsalt
3/4 l vatn
Setjið sveppina með fáeinum sítrónudropum í hluta af vatninu og sjóðið upp andartak. Sigtið soðið gegnum fínt sigti eða grisju til að losna við hugsanlegan sand úr vatninu. Skolið sveppina og skerið smátt. Steikið laukinn í olíunni, bætið sveppum, grjónum og Herba-mare í, steikið áfram smá stund og hrærið. Bætið víni/mysu, sveppasoðinu og vatni í, látið suðu koma upp og sjóðið við vægan hita þar til vatnið er upp urið og grjónin meyr. Hrærið rjómanum saman við. Með þessu er gott að borða salat og brauð.
…