Þið kaupið bara svona venjulegar beyglur úr hvítu hveiti og takið þær í sundur og setið á bökunarbakka.
Síðan takið þið eina dós af tómatapurru, er hægt að fá í svona litlum niðursuðudósum og smyrjið purrunni yfir.
Síðan takið þið rjómaost og setjið í kögglum yfir purruna.
Yfir þetta fer svo ríflega af osti, eða bara eftir smekk.
Þar ofanfá fer svo annað hvort pepperóní eða skinka, jafnvel beikon sem er búið að steikja fyrst og skera í litla bita.
Setjið í ofn og bakið á svona meðalhita í svona 10-15 mín.
muhahahahaaaa