Vonandi reddar þetta þér :)
Tómatsúpa
Olía
1 stk laukur
5 stk hvítlaukur
1 hnefi basilika
1 kg tómatar vel þroskaðir
1/3 Chilli ef vill
Salt og pipar
5 dl grænmetis eða kjúklingasoð
Parmesan og basil
Laukurinn er skorinn smátt og steiktur úr olíu í c.a 10 mín. Þá er hvítlaukurinn og basil sett saman við og steikt lítilega áfram. Tómatarnir eru skornir niður í bita og sett saman við ásamt chilli ef vill, kryddað með salt og pipar. Þetta er soðið í c.a 10 -20 mín ásamt soðinu. Ef vill þá er tómatmaukið sett í matarvinnsluvél og maukað og svo aftur í potinn.
Súpan er sett í skálar, parmesan og basil sett yfir. Borið fram með góðu brauði.