Ég sé að margir eru að dæla í sig boostum nú til dags í þeirri trú að þetta sé hrein hollusta.
Í þessu tiltekna boosti eins og svo mörgum öðrum er óheyrilega mikið magn af sykri, hvort sem um er að ræða ávaxtasykur eða hvítan sykur. Þetta er algjör insúlínbomba, sem er síður en svo hollt og stuðlar að fituuppsöfnun og aukinni svengd.
Svo er annað sem ég sé líka mikið af (ekki í þessu boosti) og það er að fólk er að bæta próteindufti út í, sem er algjör óþarfi. Það er meira en nóg prótein í skyrinu sem fólk setur í þetta í flestum tilfellum, líkaminn getur ekki unnið úr öllu þessu próteini ef þú bætir á það með hreinu próteindufti í ofanálag, þó þú værir að byggja upp vöðva.