þetta er alveg kolvitlaust. :) grænmetisætur borða ekki kjöt, fisk eða kjúkling. sumar borða egg, aðrar mjólkurvörur, sumar bæði.
hérna er mjög einföld skýring…
Lacto-ovo vegetarian - borðar ekkert kjöt, fisk eða fuglakjöt. borðar þó egg og mjólkurvörur.
Lacto vegetarian - borðar ekkert kjöt, fisk eða fuglakjöt. borðar mjólkurvörur en ekki egg.
Ovo vegetarian - borðar ekkert kjöt, fisk eða fuglakjöt. borðar egg en ekki mjólkurvörur.
Vegan - borðar ekkert kjöt, fisk eða fuglakjöt. ekki heldur egg eða mjólkurvörur, ekki einu sinni hunang!
Pescetarian - borðar ekki kjöt eða fuglakjöt, en borðar fisk, mjólkurvörur, egg o.s.frv.
Pollotarian - same og pescetarian, nema það er fuglakjöt í staðin fyrir fisk.
það er aaaaalgert bull og þvæla þegar fólk segist vera grænmetisæta en borðar svo fuglakjöt eða fisk. þetta fólk er ekki nálægt því að vera grænmetisætur. um er að ræða einstaklinga sem bulla og þvæla um hluti sem þeir hafa ekki kynnt sér nógu vel, og þar af leiðandi verða til þessir fáránlegu miskilningar um það að grænmetisætur borði fisk og jafnvel kjúkling. fruss. :/
ég er annars í lacto-ovo hópnum, borða ekkert kjöt, fisk eða fuglakjöt, en læt þó ofan í mig einstaka mjólkurafurð og einstaka egg. :)