Crostini með þistilhjartnamauki (u.þ.b 20 stk)

1 baguette
ólífuólía
1/2 dós niðursoðin þistilhjörtu í vatni (eða olíu m/kryddi)
1 1/2 msk majónes ( sýrður rjómi er góður í staðinn)
1/2 dl parmesanostur, fínrifinn
1 hvítlauksrif
1/4 tsk. salt
50 g cheddarostur, rifinn
söxuð fersk kryddjurt, t.d. steinselja, basil, kóríander,graslaukur eða óreganó

Stillið ofninn á grill. Sneiðið baguette. Penslið báðar hliðar með ólífuolíu. Brúnið hvora hlið fyrir sig undir grillinu. Setjið brauðið til hliðar. Stillið ofninn á 225°C. Setjið þistilhjörtu, majónes, parmesanost, hvítlauksrif, cheddarost og salt í matvinnsluvél eða notið töfrasprota. Maukið. Smyrjið vel af maukinu á brauðsneiðarnar. Gott að strá osti yfir. Bakið þær ofarlega í ofninum í 5-10 mínútur. Raðið á bakka og dreifið saxaðri kryddjurt yfir.