1 dl haframjöl 2 dl hveiti 100 g smjörlíki 100 g skyr 2 msk kalt vatn
Búið til venjulegt hnoðað bökudeig Kælið það um stund í ískápnum Fletjið svo deigið út og setjið í kringlótt eldfast mót(piemót)
Grænmetið :
250 g spergilkál 250 g blómkál 50 g sveppir 1 lítil græn paprika 1 lítil rauð paprika olía til steikingar
sjóðið spergilkálið og blómkálið í léttsöltu vatni í ca. 10 mínútur kælið. Sneiðið sveppina og léttsteikið á pönnu Skerið paprikurnar í litla bita og steikið svo með sveppunum
Raðið svo öllu grænmetinu í mótið
Sósa:
2 egg 2 ½ dl rjómi 4 dl 26% ostur rifinn
þeytið saman egg og rjóna. Rófið ostinn og blandið honum saman við. Hellið hrærunni yfir grænmetið og bakið við 180-200 í 30 mín.
Berið fram sem aðalrétt með soðnum hrísgrjónum og salati.
————————————————-
Skinku og sveppabaka
Botnin:
150 g kalt smjör 250 g hveiti ½ tsk salt 1 eggjarauða 4 msk kalt vatn
búið til venjulegt hnoðað bökudeig kælið það um stund í ískápnum fletjið deigið ú tog setjið það í smurt hringlaga mót (piemót)
Fylling:
7-8 góðir sveppir 3-4 hvítlauksrif smjör til að steikja úr 1 rauð paprika 6-8 vænar sneiðar skinka eða fleiri ef þær eru þunnar ½ dalabrie ostur 100-200 g mozzarellaostur 3 egg 1 ¼ dl matreiðslurjómi salt og pipar
Aðferð:
Sneiðið svepina og steikið í smjör á pönnu ásamt söxuðum hvítlauk. Skerið paprika smátt og brætið henni út á pönnuna. Skerið skinku í góða bita Blandið þessu öllu saman og setjið yfir deigið Klípið ostinn yfir og setjið yfir allt saman. Þeytið saman egg,rjóma og krydd og hellið svo yfir fyllinguna. Stráið osti yfir Bakið við 190°c í ca. 25 mín Gott er að kæla kökuna til næsta dags og hita hana þá aftur í sneiðum á diskum
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..