Þetta byrjaði allt saman árið 1952 á því að niðursuðuverksmiðjan ora var stofnuð af herramönnunum Tryggva Jónssyni, Arnljóti Guðmundssyni og Magnúsi J. Brynjólssyni sem hafa nú allir farið yfir móðuna miklu. Ora þýðir strönd á latínu og vísir það til varningsins sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þeir höfðu það efst í huga að koma gæðavöru til viðskiptavinsins.
Fyrirtækið var smátt í sniðum í upphafi en óhætt er að segja að Ora hafi með árunum unnið sér traustan sess í íslenskri matarmenningu.
Fátt er mikilvægara en gott starfsfólk. Ora hefur frá upphafi státað af góðu og traustu starfsfólki sem hefur víðtæka þekkingu á starfsemi fyrirtækisins og kemur að uppbyggingu fyrirtækisins á hverjum degi.
Það má því með sanni segja að eftir 50 ár séu vörur fyrirtækisins orðnar einskonar heimilisvinur í eldhússkápum allra íslenskra heimila og að auki ein af staðreyndum lífsins í uppvexti flestra Íslendinga.