
Það sem þarf:
Blender
Hreint hrært skyr
Undanrenna eða fjörmjólk
1/2 Banani
Weetabix/hafrar
Hráefnin eru öll sett í blender og miða ég við það að setja sirka hálfa hálfs lítra dollu af skyri(250ml), dass af mjólkinni en þú getur í raun ráðið hvað þú vilt hafa þetta þykkt/þunnt. Svo er þetta bara hálfur banani og eitt stykki Weetabix eða hálfur dl af höfrum.
Þessu er svo bara skellt í blenderinn og mixað vel.
Eins og ég sagði áðan er þetta mjög fljótlegt en líka mjög hollt og gott.