Hér er ein sem ég fékk á blaði útí Hagkaup:
3 eggjarauður
75 gr sykur
6 matarlímsblöð
1 dl Baileys(má sleppa eða nota sterkt kaffi með sykri)
5 dl rjómi , þeyttur
10-12 stk bláar Lindor súkkulaðikúlur,grófsaxaðar
Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur.Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn vel saman:Bræðið matarlímsblöðin yfir vatnsbaði.Bætið líkjörnum saman við og hellið vökvanum varlega út í eggjamassann.Blandið þeytta rjómanum varlega saman við og bætið að lokum súkkulaðinu útí.Hellið í skál og látið stífna í kæli.Skreytið með Lindor súkkulaðikúlum eða ávöxtum og rjóma.<br><br>kveðja,
Harpa