Hef heyrt að þessi sé góð
Hef samt ekki gefið mér tíma í að prófa hana
Það sem þarf
350 gr. rifinn ostur að eigin vali, t.d. Pepper Jack ostur
2 bollar mjólk
2 msk. hveiti
2 msk. smjör
Setjið smjörið í pott og bræðið við miðlungshita. Bætið hveitinu út í og hrærið í, í ca. 1 til 2 mín. Bætið síðan mjólkinni út í. Þegar mjólkin fer að freyða, hrærið ostinum út í. Þegar sósan er tilbúin, fjarlægið pottinn af hellunni. Setjið ostasósuna í skál og berið fram.
Njótið