Spurning hvort þessi uppskrift sé of sein… vona að þú hafir ekki þurft hana á aðfangadag :) En hér er ein sem mér finnst góð (er reyndar með valhnetum ):
Waldorf salat
Fyrir fjóra
3 græn epli
10 valhnetukjarnar
Sósa:
½ dl rjómi
½ dl sýrður rjómi, 18%
1 msk sykur
1 msk sítrónusafi
Salt
Ágætt að byrja á sósunni. Blanda saman rjóma, sýrðum rjóma, sykur, sítrónusafa og sósan smökkuð til með salti.
Eplin skræluð, hreinsuð og skorin mjög smátt. 5 valhnetukjarnar skornir smátt og blandað saman við eplin. Sósunni er hellt strax yfir (til að eplin verði ekki brún) og blandað vel saman. Salatið sett í fallega skál og restin af valhnetukjörnunum notaðar til skrauts. Setjið filmuplast yfir og geymið í ísskáp þar til það er borið fram.