ég kann að gera geggjað risotta a la milanaise (held, það sé skrifað svona, s.s. frá milano), er samt ekki beint uppskrift heldur bara smakkar maður það til ;)
Þú tekur 2 bolla af sjóðandi vatni, setur kjúklingakraft í og saffran. Ef þú átt gott kjúklingasoð úr einhverjum rétt sem þú hefur gert áður er enn betra að nota það, s.s. í staðin fyrir vatnið og kraftinn en passaðu bara að vera með 2 bolla af vökva á móti einum af arborio hrísgrjónum (t.d. vorum við með ítalskan kjúlkling um daginn, kemur risottoinu ekkert við, en soðið var svo gott, einmitt í svona risotto). Svo tekuru venjulegan eða skalot lauk og saxar niður smátt ( ef þú ert með stóran venjulegan lauk skaltu bara taka af honum eins og þú værir með skalot lauk, þ.e. stærðina). Taktu svona minni stærð af pott, settu smá olíu í botninn, og láttu hitna þannig þegar þú setur laukinn út í heyrist í þeim. Leyfðu þeim að sitja í smá stund þannig laukurinn linast smá og verður aðeins brúnn, heltu þá bollanum af hrísgrjónunum í og hrærðu í þeim. Eitt það mikilvægasta við þennan rétt er að hræra stöðugt. Þess vegna er gott að gera þetta með einhverjum sem getur hjálpað. Ok, leyfðu hrísgrjónunum að malla smá, og hrærðu, og þegar þú finnur þau byrja að festast pínu í botninum, þá helliru hvítvín yfir þannig að það rétt fljóti yfir. Heldur áfram að hræra þangað til að grjónin byrja að festast aftur pínu. Nú tekuru soðið og hellir svona hálfri til einni ausu í einu og passar að hræra alltaf. Alltaf þegar þau festast seturu meira í þangað til soðið er búið. Þetta ferli, s.s. eftir hvítvínið. á að taka svona 20 mín. Þegar þú ert búin að því, tekuru pottinn af, setur kúffulla skeið af smjöri (nota oft smjörva þess vegna) og svona hálfan bita af parmesan osti (s.s. svona þríhyrning sem þú kaupir í plasti) sem er búið að rífa. Hrærir vel í þessu, skellir lokinu yfir og lætur það sitja alveg kjurt í korter. Þá er það komið.
Nota bene, þú getur notað þessa uppskrift til þess að búa til alls konar risotto, bara með því að breya aðeins til, nota humarsoð, eða setja sveppi útí í lokin ( og slepppa þá saffraninu) o.fl. Vona að þetta hjálpi ;)
'It's gonna be AWESOME!' - Barney Stinson