Ég fann fyrir tilviljum piparkökuuppskrift í auglýsingu í dagblaði:D
Piparkökur(fígúrur, kökuhús)
150g smjör
150g púðursykur
1 1/2dl síróp
Engifer á hnífsoddi
3tsk kanill
1/2tsk negull
2tsk natron
1 egg
5-600 hveiti
Setjið öll hráefni í pott nema egg og hveiti. Hrærið stöðugt í þar til suðan kemur upp. Dragið pottinn af hellunni. Blandið eggi og hveiti útí. Setjið deigið á borð, hnoðið og fletjið síðan út á bökunarplötu. Leggið sniðin ofan á og skerið út.
Bakið við 200°c í u.þ.b. 10 mín. Takið af plötunni á meðan kökurnar eru volgar. Skreytið með glassúr. Límið húsið saman með bræddum sykri. Þessi uppskrift er tilvalin í myndakökur.
Glassúr
Setjið 1 eggjahvítu í skál og sigtið flórsykur út í smátt og smátt. Hrærið vel þar til glassúrinn verður seigfljótandi og drýpur hægt af tannstöngli.